Það er hefð fyrir því í Kleppjárnsreykjadeild skólans að minnast þess í mesta skammdeginu að innan skamms mun birta á ný. Á meðan notum við ljós utan á byggingum og í gluggum til að lýsa upp umhverfið okkar. Nemendur safnast saman úti í skólaportinu og öll ljósin eru slökkt en kveikt á nokkrum kertum. Ljóðið Hátíð fer að höndum ein er flutt af nemendum unglingastigs og svo syngja allir saman nokkur lög. Í lokin fara yngsti og elsti nemandi deildarinnar og kveikja á ljósaseríum sem nú prýða skólann og tréð sem er í portinu.