Fimmtudaginn 5. desember fóru nemendur Gbf á Hvanneyri ásamt skólahópi Andabæjar, að sækja jólatré í Skjólbeltin. Þetta er árleg ferð og alltaf mikill spenningur í hópnum. Sitt sýndist hverjum um hvaða tré skyldi valið en að lokum sammæltist allur hópurinn um fallegt tré sem var sagað niður og borið í skólann. Þar verður það svo sett upp í matsalnum og skreytt eftir kúnstarinnar reglum.