Á föstudaginn 30. Maí var gleðidagur hjá börnunum á skólasvæði Varmalandsskóla þegar Fríða í Baulunni bauð nemendum á skólasvæðinu að koma við á heimleiðinni úr skóla og fá ís í Baulunni.
Í fjöldamörg ár hefur það verið árviss viðburður í lok skólaársins í Varmalandsskóla að stoppa á heimleiðinni í Baulunni og allir fá ís.
Svo skemmtilega vildi til að einn af fyrrverandi nemendum Varmalandsskóla tók á móti hópnum og afgreiddi ísinn.
Það er alltaf spenningur að bíða eftir ísnum og einstaka sinnum hefur verið byrjað að spyrja, hvenær verði farið í ís í september.