Helgileikur

Hluti af hefðum við Grunnskóla Borgarfjarðar er þegar nemendur á Hvanneyri flytja helgileikinn í Hvanneyrarkirkju. Þar fara nemendur í 4. bekk með aðalhlutverkin en aðrir nemendur eru í kór og öðrum hlutverkum. Vel var sótt og undu áhorfendur sér við fallegan söng og notalega stund.