Nemendur og starfsmenn Varmalandsdeildar buðu foreldrum, leikskóla og skólaþjónustu og sveitastjórn Borgarbyggðar til hátíðar föstudaginn 19. apríl. Tilefnið var að Landvernd afhenti umhverfisnefnd Varmalandsdeildar glænýjan Grænfána en það er í sjötta sinn sem honum er flaggað á Varmalandi. Nemendur og starfsmenn hafa unnið ötullega að því að efla umhverfismennt í skólanum. Hamingjuóskir með Grænfánann.