Í tilefni að því að Guðrún og Eiður á Glitstöðum eiga ekki barn lengur í Varmalandsdeild eftir að hafa verið rúmlega tuttugu ár með nemanda við skólann þá ákváðu þau að færa skólanum stóran og öflugan hátalara. Þessi hátalari mun nýtast nemendum og starfsmönnum vel við skólann í fjölbreyttum verkefnum. Þessa vikuna er hann t.d. í notkun í danskennslu. Skólinn vill koma kæru þakklæti til hjónanna á Glitstöðum fyrir þessa frábæru nytsamlegu gjöf. Hér má sjá nemendur með hátalarann góða.