Fjölgreindarleikar á Varmalandi

Uppbrotsdagur með áherslu á styrkleika

Á Varmalandi var fimmtudagurinn 14. nóvember tileinkaður fjölbreytileika og sköpun þegar nemendur tóku þátt í fjölgreindaleikum Gardners. Kenning Gardners um fjölgreind leggur áherslu á að einstaklingar læri á mismunandi vegu og búi yfir ólíkum styrkleikum, hvort sem um rýmisgreind, tónlistargreind og fleira. 

Til að fagna þessum fjölbreytileika var nemendum skipt í hópa þvert á bekki, þar sem þeir fengu tækifæri til að vinna saman og læra hver af öðrum. Fjölbreyttar stöðvar voru settar upp um allan skólann þar sem nemendur gátu spreytt sig á fjölbreyttum verkefnum: 

  • Rýmisgreind: Á rýmisgreindarstöðinni fengu nemendur að láta hugmyndaflugið ráða för með því að byggja þekktar byggingar úr Lego kubbum. 
  • Samskiptagreind: Samskiptagreindin var efld í leiklistarstöðinni þar sem nemendur fengu að skapa sínar eigin sögur og persónur. 
  • Hreyfigreind: Hreyfigreindin fékk útrás í sundlauginni þar sem nemendur syntu, léku sér og kepptu í vatninu. 
  • Tónlistargreind: Tónlistargreindin var örvuð með tónlistarverkefnum þar sem nemendur fengu að syngja, spila á hljóðfæri og skapa sína eigin tónlist. 

Nemendur og kennarar voru sammála um að þessi uppbrotsdagur hafi verið bæði skemmtilegur og gefandi. Allir fengu tækifæri til að skína á sinn hátt og uppgötva nýja hæfileika. Það er ljóst að fjölgreindaleikar Gardners eru kærkomin viðbót við skólastarfið í Varmalandi.