Vikuna 4.-8.nóvember voru allir nemendur Grunnskóla Borgarfjarðar í dansi hjá Jóni Pétri eina klukkustund á dag. Kenndi hann 2-3 árgöngum saman og virkjaði allan hópinn í félagsfærni, leik og dans. Í síðasta tíma vikunnar tók hann svo alla nemendur hverrar starfsstöðvar saman og blandaði þeim í dans og marseringar eftir kúnstarinnar reglum. Jón Pétur var mjög ánægður með nemendahópinn og sagði hann sterkan félagslega, traustan og líkamlega mjög vel á sig kominn.