Þriðjudaginn 23. maí kom Bjarni Fritzson og heimsótti nokkra bekki á miðstigi. Hann var kominn til þess að fylgjast með nemendum og skoða hvernig menningin/stemningin var í hópunum. Síðar um daginn var hann með fyrirlestur, kynningu og hópefli fyrir nemendur og foreldra saman þar sem hann fór yfir niðurstöður skoðunar hans. Þetta er liður í því að efla forvarnir ásamt því aðefla góðan bekkjaranda og skapa jákvæða skólamenningu á miðstiginu. Leyfum myndunum að sýna hvernig til tókst.