Þann 8. nóvember ár hvert er baráttudagur gegn einelti. Þann dag hittast nemendur úr leik- og grunnskólanum á Hvanneyri og styrkja vinaböndin. Allir árgangar eiga vinaárgang sem hittist. Árgangar fylgjast að þar til skólahópur byrjar í grunnskóla og tekur þá vinahópur viðkomandi árgangs á móti þeim og býður nemendur velkomna í skólann. Skemmtileg hefð sem byggir á vináttu og náungakærleik.