Nemendur Kleppjárnsreykjadeildar héldu árshátíð sína í Logalandi 20.mars við húsfylli að venju. Hvert stig var með atriði sem þau höfðu unnið að síðustu daga með kennurum sínum. Yngsta stigið sýndi myndband byggt á sögum úr goðafræðinni og söng svo af krafti lagið um það sem er bannað. Miðstigið var með stutta frumsamda þætti úr daglega lífinu með áherslu á samskipti foreldra og barna. Að loknu hléi flutti unglingastigið svo söngleikinn Grease.
Frábær skemmtun sem enn og aftur sannar það að þegar allir leggja sig fram þá gerast góðir hlutir.