Á föstudaginn var þá komu Ólafur Flosa og Árni Freyr frá tónlistarskólanum og stýrðu söngstund á Varmalandi. Nemendur í grunnskólanum og leikskólanum tóku þátt og var mikil ánægja með þekkingu nemenda á þeim lögum sem valin voru til söngs. Það verður söngstund á vegum tónlistarskólans alltaf á síðasta föstudegi í mánuði fram að Barnamenningarhátíð, sem haldin verður hátíðleg í maí. …
Skólahald á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi fellur niður
Skólahald á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi fellur niður í dag. Skóli verður opinn á Hvanneyri.
Brynhildur Eyja Jóhannesdóttir hlaut fyrstu verðlaun í Ljóðaflóði, ljóðasamkeppni grunnskólanemenda
Brynhildur Eyja Jóhannesdóttir, nemandi í 5. bekk á Hvanneyri, hlaut fyrstu verðlaun í aldursflokknum Miðstig í Ljóðaflóði, ljóðasamkeppni grunnskólanema. Veðlaunin hlaut hún fyrir ljóð sitt, Tilfinningaklessa. Í dag veitti hún viðurkenningarskjali og bókaverðlaunum móttöku við mikið lófaklapp. Við óskum Brynhildi Eyju innilega til hamingju. Meðfylgjandi er linkur á mms.is þar sem úrslit eru kynnt https://island.is/s/midstod-menntunar-og-skolathjonustu/frett/urslit-ljodaflods
Söngvarakeppni Grunnskóla Borgarfjarðar
Þriðjudaginn 28. janúar var hin árlega Söngvarakeppni Grunnskóla Borgarfjarðar haldin á Kleppjárnsreykjum. Mörg flott atriði tóku þátt í keppninni og fengu dómarar það erfiða hlutverk að velja þrjú efstu. Nemendur stóðu sig með stakri prýði og voru kynnarnir Baldur Karl Andrason og Haukur Orri Heiðarsson duglegir að halda stemmningunni í salnum á milli laga. Dómarar að þessu sinni voru Ingibjörg …
Vel heppnaðir þemadagar á Varmalandi – Vatn í öllum formum
Dagana 21.–23. janúar fóru fram skemmtilegir og fræðandi þemadagar í Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi. Þema vikunnar var vatn, enda er það áberandi náttúruauðlind á Varmalandi í öllum fösum. Þemadagar hófust á ævintýralegri ferð þar sem nemendur gengu um jarðhitasvæðið í snjónum. Þar fundu nemendur vatn í gufu- og ísformi, en það var ekki nóg – næst lá leiðin niður að …
Þemadagar á Hvanneyri – Réttindaskóli, Leiðtoginn í mér, Heilsueflandi samfélag og Grænfáninn.
Dagana 21. janúar til 23. janúar voru Þemadagar á Hvanneyri þar sem unnið var með Réttindaskóla, Leiðtogann í mér og Grænfánann. Nemendur myndskreyttu þær greinar Barnasáttmálans sem unnið hefur verið með í Gbf í vetur og bjuggu til Réttindaskólavegg. Einnig gerðu þau Leiðtogatré og skrifuðu sín leiðtogahlutverk á laufblöð sem voru svo hengd upp á tréð ásamt venjunum 7. Í …
Söngvarakeppni Grunnskóla Borgarfjarðar
Söngvarakeppni Grunnskóla Borgarfjarðar 4. – 10. bekkur. Þriðjudaginn 28. janúar, keppnin verður haldin í Íþróttasalnum á Kleppjárnsreykjum kl 20. Allir velkomnir og ókeypis aðgangur. Nemendafélagið verður með opna sjoppu.
Áhugasviðsval á Hvanneyri
Nemendur 5. bekkjar á Hvanneyri eru í áhugasviðsvali eftir hádegi á föstudögum og eru þetta vinsælustu tímar vikunnar. Í þessum tímum, eins og nafnið gefur til kynna, vinna þau verkefni sem falla að þeirra áhuga. Allar hugmyndir eru skoðaðar og reynt að finna útfærslu sem virkar til að hugmyndin geti orðið að veruleika. Fjölbreyttur efniviður er í boði og ímyndunaraflið …
DNA módel á Kleppjárnsreykjum
Nemendur 9. og 10. bekkja hafa í desember verið að læra um erfðir og DNA. Hluti af því hefur verið að læra um uppbyggingu erfðaefnisins og áttu nemendur að útbúa mynd eða módel af DNA. Það er óhætt að segja að nemendur hafi gert verkefnin að sínum en ásamt því að gera nákvæm myndverk var margvíslegur efniviður notaður. T.d. afgangur …
Ýmislegt fallegt gert fyrir jólin
Ýmislegt fallegt gert fyrir jólin á Kleppjárnisreykjum