Skólastarfið í jólabúningi á Kleppjárnsreykjum í desember.

Í desember leggja kennarar venju fremur metnað sinn í að hafa verkefni nemenda fjölbreytt og í allskyns jólabúningum enda jólaspenningur stigvaxandi með hverjum deginum í nemendahópnum. Þau hafa verið að fylgjast með hinum ýmsu jóladagatölum bæði í stærðfræði, lífsleikni og furðufataþemum. Leynivinaleikurinn hefur verið nýttur til jákvæðra samskipta og einnig hefur jóladagatal SOS  vakið umræður um ólíkar aðstæður barna í …

Nemendur Varmalandsdeildar leikskólans Hraunborgar völdu jólatré í skóginum

Nemendur Varmalandsdeildar ásamt börnum úr leikskólanum Hraunborg lögðu leið sína í skóginn í vikunni til að velja jólatré sem prýða á aðkomu skólans í desember. Gangan var bæði skemmtileg og fræðandi og nutu börnin þess að kanna skóginn og ræða saman um hvaða tré hentaði best. Eftir nokkra umhugsun fundu þau hið fullkomna tré og hjálpuðust að við að flytja …

Jólaföndur á Kleppjárnsreykjum 4.desember

Þann 4.desember föndruðu nemendur á Kleppjárnsreykjum allskyns jólaskraut og annað jólatengt. Unnið var á sjö stöðvum í skólanum og boðið uppá að perla jólamyndir, klippa jólastjörnur, baka og skreyta piparkökur, gera músastiga, leita að jólasveininum, gera keðjukarla úr kartoni, jólabjöllur, og jólastjörnur. Mikil gleði og stemmning.

1.des. Kaffihús á Hvanneyri

Desember ár hvert bjóða nemendur Hvanneyrardeildar sínum nánustu á kaffihús. Mikill tími fer í að undirbúa kaffihús daginn en nemendur baka og skreyta piparkökur ásamt því að bakasúkkulaðibitakökur. Nemendur æfa ýmis jólalög og jólasveinavísur. Skólinn er svo skreyttur. Gestum var boðið að kaupa sér súpu og brauð og fengu svo kaffi og smákökur á eftir. Nemendur fóru með vísurnar og …

Sigurvegari í ljóðasamkeppni Júlíönu

Reglulega berast skólanum áskoranir um þátttöku í fjölbreyttum verkefnum og keppnum. Kennarar hvetja nemendur til þátttöku og aðstoða ef þeir óska eftir því. Nýverið lauk Ljóðasamkeppni Júlíönu, sem haldin var í tengslum við hátíð sögu og bóka í Stykkishólmi og Barnó – BEST MEST VEST. Brynhildur Eyja Jóhannesdóttir, nemandi í 6. bekk  hlaut fyrsta sæti fyrir ljóð sitt „Litla ljóðið“. Við …

Nemendur söfnuðu jólakúlum í lestrarátaki Varmalandsdeildar

Nemendur í 1.–4. bekk Grunnskóla Borgarfjarðar, Varmalandsdeild, tóku þátt í skemmtilegu og hvetjandi lestrarátaki þar sem þeir söfnuðu jólakúlum. Ein jólakúla fékkst fyrir hverjar 15 mínútur sem nemendur lásu, og var markmiðið að fylla tréð kúlum fyrir jól. Átakið stóð yfir í tvær vikur og lögðu nemendur sig fram við lesturinn. Það leið ekki á löngu þar til jólatréð fór að …

Nemendur mynduðu vinakeðju og kveiktu á jólastjörnunni á Laugahnjúk 1. desember

1.–4. bekkur Grunnskóla Borgarfjarðar, Varmalandsdeild, hóf aðventuna á hátíðlegan hátt föstudaginn 1. desember þegar nemendur mynduðu fallega vinakeðju sem lið í því að kveikja á jólastjörnunni á Laugahnjúk. Foreldrar voru boðnir velkomnir og fjölmenntu með börnunum í gleðskapinn. Nemendur, foreldrar og starfsfólk skólans löbbuðu saman upp að hnjúknum þar sem jólastjarnan beið tilbúin að lýsa upp skammdegið. Þegar allir höfðu komið sér fyrir …

Ljósahátíð á Kleppjárnsreykjum

Á Kleppjárnsreykjum er hefð fyrir því að allir koma saman í porti skólans í lok nóvember því þá er mesta skammdegið framundan. Skólahópi Hnoðrabóls er líka boðið að taka þátt. Dagskráin er stutt og mjög hefðbundin: Ljóðið Hátíð fer að höndum ein eftir Jóhannes úr Kötlum er alltaf lesið og að þessu sinni sáu þær Bergdís Ingunn, Steinunn Vár og Sunna Karen allar nemendur í 8.bekk um lesturinn. Þá eru sungin nokkur lög og að lokum fara yngsti og elsti nemandi skólans  þær Adda Karen í 10.bekk og Arna Kristín í 1.bekk saman og kveikja á jólatré og ljósaseríum sem lýsa upp skólaportið. 

Dagur íslenskrar tungu á Hvanneyri

Í tilefni af Degi íslenskrar tungu fóru nemendur Hvanneyrardeildar í heimsókn í Andabæ og sungu nýja lagið hans Páls Óskars, Eitt af blómunum, fyrir börnin þar. Að auki sungu þeir vísnasyrpuna Fljúga hvítu fiðrildin, Afi minn og amma mín og Rúkki fór í réttirnar. Að auki fórum við í Landbúnaðarháskólann og sungum fyrir starfsfólk þar. Að auki fóru tveir nemendur 5. bekkjar í Brún og heimsóttu eldri borgara  sem hittast þar hvern miðvikudag. Þar lásu þeir fyrir eldri borgara ljóð og skemmtilegan texta um dráttarvélakeppni úr bók eftir Bjarna Guðmundsson.  

Þemadagar á Hvanneyri

Þemadagar voru haldnir á Hvanneyri dagana 10. – 12. Nóvember og var yfirskriftin að þessu sinni  Vinátta og samvinna til árangurs. Nemendur unnu fjölbreytt verkefni sem snéru að samvinnu, samstarfi og vináttu, s.s. Samvinnuleiki í íþróttum og allskonar listsköpun um gildi vináttu, jákvæðni og eigin styrkleika. Nemendur bjuggu einnig til myndskreytt ský sem innihélt jákvæða eiginleika samnemanda sem hver og …