Spilahringekja á Hvanneyri

Eldri kenna yngri að spila í Hringekju á Hvanneyri. Nemendur 4. og 5. bekkjar kenndu nemendum 1. og 2. bekkjar á ýmiskonar spil í spilastund.

Söngstund á Hvanneyri

Alla föstudagsmorgna í fyrsta tíma er söngstund á Hvanneyri. Lögin sem sungin eru eru valin með tilliti til árstíðar, einhvers sem verið er að gera í skólanum eða einvhers annars sem tengist okkur á þeim tíma. Síðasta föstudag vorum við að æfa þorralög fyrir þorrablótið okkar sem verður haldið 30. Janúar. Við vorum svo heppina að Krilli, húsvörður, var staddur …

Skemmtileg heimsókn í sköpunartíma

Nýverið heimsótti skólahópur úr leikskóla grunnskólann og tók þátt í sköpunartíma með grunnskólanemendum. Heimsóknin er liður í að kynnast starfi grunnskólans og fá innsýn í skóladaginn sem bíður barnanna í framtíðinni. Nemendur unnu saman að því að búa til falleg vinaarmbönd og litríkar mósaíkmyndir. Mikil gleði og sköpunargleði ríkti í tímanum og greinilegt var að bæði leikskólabörn og grunnskólanemendur nutu …

Samhugur í Borgarbyggð

Í desember ár hvert hafa nemendur Hvanneyrardeildar unnið góðgerðaverkefni. Í ár saumuðu nemendur jólapoka undir jólagjafir og seldu á kaffihúsinu sem haldið var í skólanum 1.desember. Markmið sölunnar er að láta ágóðann renna í góðgerðamál í héraði. Nemendur sammældust um að láta ágóðann renna til verkefnisins Samhugur í Borgarbyggð. Söfnuðust rúmlega 30.000kr sem nemendur færðu Margréti sem er einn af skipuleggjendum verkefnisins.  

Notaleg jólaleg útistund í skóginum

Nemendur Varmalandsdeildar nutu einstaklega notalegrar samverustundar í skóginum við skólann í útikennslu. Þar var drukkið heitt kakó, borðaðar piparkökur og jólalög sungin í léttum og hátíðlegum anda. Að stundinni lokinni fengu þau sem vildu segja frá skemmtilegum og uppáhalds jólahefðum úr eigin fjölskyldum. Nemendur hlustuðu af athygli og höfðu gaman af því að heyra hversu ólíkar og litríkar hefðir skapast …

Jólaföndur og jólatré

  Jólaföndurdagur fór fram á Hvanneyri 4.desmeber. Skólahópur Andabæjar kom og tók virkan þátt í fjörinu. Unnin voru afburða falleg listaverk, jólasveinar og jólatré. Í lok dags fóru svo allir saman að leita að jólatré. Við búum svo vel á Hvanneyri að í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands höfum við fengið leyfi til að sækja jólatré í trjáreit í þeirra eigu.

Skólastarfið í jólabúningi á Kleppjárnsreykjum í desember.

Í desember leggja kennarar venju fremur metnað sinn í að hafa verkefni nemenda fjölbreytt og í allskyns jólabúningum enda jólaspenningur stigvaxandi með hverjum deginum í nemendahópnum. Þau hafa verið að fylgjast með hinum ýmsu jóladagatölum bæði í stærðfræði, lífsleikni og furðufataþemum. Leynivinaleikurinn hefur verið nýttur til jákvæðra samskipta og einnig hefur jóladagatal SOS  vakið umræður um ólíkar aðstæður barna í …

Nemendur Varmalandsdeildar leikskólans Hraunborgar völdu jólatré í skóginum

Nemendur Varmalandsdeildar ásamt börnum úr leikskólanum Hraunborg lögðu leið sína í skóginn í vikunni til að velja jólatré sem prýða á aðkomu skólans í desember. Gangan var bæði skemmtileg og fræðandi og nutu börnin þess að kanna skóginn og ræða saman um hvaða tré hentaði best. Eftir nokkra umhugsun fundu þau hið fullkomna tré og hjálpuðust að við að flytja …

Jólaföndur á Kleppjárnsreykjum 4.desember

Þann 4.desember föndruðu nemendur á Kleppjárnsreykjum allskyns jólaskraut og annað jólatengt. Unnið var á sjö stöðvum í skólanum og boðið uppá að perla jólamyndir, klippa jólastjörnur, baka og skreyta piparkökur, gera músastiga, leita að jólasveininum, gera keðjukarla úr kartoni, jólabjöllur, og jólastjörnur. Mikil gleði og stemmning.