Danmerkurferð

Í ár hófst samstarf GBF við tvo skóla í gegnum Nordplus. Samstarfsverkefnið hefur yfirheitið Cultural heritage eða menningarleg arfleið og fjallar um að nemendur kynnist menningu annarra landa, bæði hvað varðar hversdags og áhrif landanna á menningu annarra. Samstarfsskólarnir eru í Odense í Danmörku og Sievi í Finnlandi en fyrsta heimsókn var í byrjun apríl, til Danmerkur. Í hana fóru tíu nemendur úr 9. og 10. Bekk ásamt …

ÁRSHÁTÍÐ MEÐ HEILSUNA Í FORGRUNNI

Í vikunni héldu nemendur GBF á Varmalandi árshátíð í Þinghamri með miklum glæsibrag og gleði. Börnin sýndu leikritið Áfram Latibær fyrir fullu húsi og stóðu sig frábærlega á sviðinu – með leik og söng sem endurspeglaði bæði kraft og gleði! Í aðdraganda árshátíðarinnar unnu nemendur einnig fjölbreytt og áhugaverð verkefni tengd heilsu og heilbrigðum lífsstíl. Þau fræddust um líkamann, mikilvægi svefns, næringu og hreyfingar, ásamt ýmsu öðru …

Árshátíð á Kleppjárnsreykjum

2.apríl var árshátíð Kleppjárnsreykjadeildar haldin í Logalandi. Allir bekkir höfðu undirbúið atriði sem voru hvert öðru glæsilegra og margir sigrar unnir þegar nemendur komu fram eða sinntu undirbúningi. Yngsta stig var með fjölbreytt atriði þar sem leiknir voru brandarar auk þess sem þau sungu og dönsuðu. Í lokin fluttu þau svo saman lagið Skólarapp. Miðstig bauð upp á þrjú atriði …

Listaverk á Kleppjárnsreykjum

Nemendur  í 6. bekk á Kleppjárnsreykjum gerðu þessi listaverk sem fara síðan á sýningu í Borgarnesi vegna Barnamenningarhátíðar.

Smiðjuhelgi á Kleppjárnsreykjum

Dagana 28. – 29. mars síðastliðinn tóku unglingarnir þátt í fjölbreyttum smiðjum. Smiðjurnar voru björgunarsmiðja, briddssmiðja, bifvélasmiðja, landmælingasmiðja, leiklistarsmiðja og pílusmiðja. Nemendur frá Auðarskóla og Reykhóla komu og tóku þátt með unglingastiginu okkar. Í smiðjunum kynntust nemendur starfinu í Björgunarsveitum, spiluðu bridds af miklum móð, gerðu við bremskukerfi í bifvélavirkjun, mældu skólalóðina og fleira í Landmælingum, kynntust pílu íþróttinni og settu upp litla söngleiki. Allir …

Dagur svefns og stærðfræðinnar

Fjórtándi dagur marsmánaðar hefur verið nefndur dagur stærðfræðinnar, bæði er ritháttur dagsins á ensku 3.14 sem er byrjunin á pí en einnig er það fæðingardagur Albert Einstein. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur svo bætt við og fest hann sem alþjóðadag svefnsins.  Á Kleppjárnsreykjum var þessi dagur haldinn hátíðlegur með náttfatadegi, bæði nemendur og starfsfólk mætti þá í sínu þægilegasta pússi. Í lok dags spreyttu nemendur …

Upplestrarkeppni Vesturlands í Þinghamri á Varmalandi 

Upplestrarkeppni Vesturlands fór fram í Þinghamri á Varmalandi á dögunum. Átta efnilegir nemendur frá fjórum grunnskólum á Vesturlandi tóku þátt í keppninni og sýndu framúrskarandi hæfileika í upplestri.  Þátttakendur komu frá Heiðarskóla, Grunnskólanum í Borgarnesi, Grunnskóla Borgarfjarðar og Auðarskóla. Hver og einn nemandi flutti sinn texta og ljóð að eigin vali. Það var greinilegt að nemendurnir höfðu lagt mikla vinnu …

Bekkjarsundmót á Kleppjárnsreykjum

Í mörg ár hefur verið haldið bekkjarsundmót á vordögum á Kleppjárnsreykjum þar sem nemendur í 5.-10. bekk velja sér keppnisgreinar og safna með því stigum fyrir sinn bekk. Í ár var ákveðið að stökkva á góðviðrisdag í mars og hélt Guðjón Guðmundsson íþróttakennari utan um mótið að vanda. Stigahæsti bekkurinn að þessu sinni var 8. bekkur með samanlögð 441 stig. …