Útikennsla á yngsta stigi á Kljr

Í fyrsta útikennslutíma vetrarins fóru nemendur á yngsta stigi á Kleppjárnsreykjum í sveppatínslu, hópurinn gekk út á Læknistún og hjálpaðist að við að finna og tína mismunandi tegundir sveppa sem fundust á svæðinu.   Í kjölfarið tókum við sveppina, skoðuðum þá, bárum saman mismunandi tegundir og skoðuðum svo í víðsjám. Sveppirnir sjálfir og hinir ýmsu íbúar þeirra vöktu mikla lukku …

Hópeflisferð unglinga

Það hefur lengi verið hefð að unglingastig GBF fari saman í hópeflisferð í fyrstu kennsluvikunni, kynnist nærumhverfinu og gisti svo saman. Í ár var gerð könnun meðal nemenda um hvað þau vildu gera og langflestir vildu hafa „eins og í fyrra“. Því var farið, eins og árið áður, í Einkunnir, þar sem við fórum í ýmsa leiki, kynntumst betur og grilluðum.  Eftir dagskrá þar var farið í Brautartungu þar sem hópurinn gisti. Nemendum var skipt í hópa sem leystu ýmsar þrautir og sáu einnig um ákveðna þætti í matseld og frágangi. Frábær ferð og alltaf jafn skemmtilegt að hefja skólaárið á þessu.  

Útistærðfræði

Í fyrstu vikunni fór 3. og 4. bekkur út fyrir skólastofuna til að njóta veðurblíðunnar og prufa sig áfram í öðrum aðferðum við námið.  Hópnum var skipt upp í þrjár einingar, sem reyndi á samvinnu í verkaskiptingu og skapaði einnig passlegan keppnisanda milli hópa. Verkefnið fól í sér lengdarmælingar, finna form og mismunandi horn ásamt verkefnum með steinum. Nemendur fengu …

Afhending hluta nýbyggingar á Kljr

Þann 1.september var afhent ein álma nýja skólahúsnæðisins á Kleppjárnsreykjum. Í því kennslurými verður yngsta stig skólans staðsett þangað til öll byggingin fæst afhent. Unglingarnir aðstoðuðu nemendur við flutninginn og báru inn borð og önnur húsgögn. Mikil ánægja er með þetta nýja glæsilega húsnæði og undu nemendur sér vel við að koma sér fyrir með kennurum sínum.

Berjamó á Varmalandi

Nemendur á Varmalandi skelltu sér í berjamó í lok ágúst. Farið var í nálægar lautir þar sem týnd voru bæði krækiber og bláber. Veðrið lék við hópinn og allir tóku virkan þátt. Afurðin verður svo nýtt í kennslustundum í heimilisfræði í vetur þar sem nemendur nýta berin til að búa til ýmislegt girnilegt. Með þessu læra nemendur ekki aðeins að …

Skólasetning

Grunnskóli Borgarfjarðar var settur mánudaginn 25. ágúst við stutta athöfn á öllum starfsstöðvum skólans þar sem nemendur fyrsta bekkjar voru boðnir velkomnir með því að fá afhenda rós frá vinabekkjum sínum. Á Kleppjárnsreykjum fór athöfnin fram í íþróttahúsinu og fluttu Haukur og Sigvaldi nemendur úr 10.bekk tónlistaratriði. 6. bekkur afhenti fyrsta bekkjar nemendum rósir. Að því loknu fóru allir og …

Skólasetning mánudaginn 25. ágúst

Skólasetning við Grunnskóla Borgarfjarðar verður mánudaginn 25. ágúst kl. 9:30 á Hvanneyri í grunnskólahúsnæðinu, kl. 11:00 á Kleppjárnsreykjum í íþróttahúsinu, kl. 13:00 á Varmalandi í matsalnum. Foreldrar mæta með börnum sínum á skólasetningu og að henni lokinni fara nemendur og foreldrar með umsjónarkennurum inn í skólastofur nemenda.

Skemmtileg ferð 4.–6. bekkjar að Eldborg

Þann 28. maí síðastliðinn fóru nemendur í 4.–6. bekk í skemmtilega vettvangsferð að Eldborg. Ferðin er tenging við náttúrufræðikennslu og tilefni til að kynnast jarðfræði Íslands með lifandi og áhugaverðum hætti. Gengið var upp að Eldborgargígnum og fengu nemendur að skoða þetta áhrifamikla náttúrufyrirbæri. Eftir gönguna var haldið að Snorrastöðum þar sem nemendur fengu að hitta kiðlingana og skoða dýrin á bænum, …

Ísferð í Bauluna

Á föstudaginn 30. Maí var gleðidagur hjá börnunum á skólasvæði Varmalandsskóla þegar Fríða í Baulunni bauð nemendum á skólasvæðinu að koma við á heimleiðinni úr skóla og fá ís í Baulunni. Í fjöldamörg ár hefur það verið árviss viðburður í lok skólaársins í Varmalandsskóla að stoppa á heimleiðinni í Baulunni og allir fá ís. Svo skemmtilega vildi til að einn af fyrrverandi …

Göngu- og hjóladagur á Kleppjárnsreykjum

Nemendur Kleppjárnsreykjadeildar héldu göngu og hjóladag föstudaginn 30. maí. Í ár fór hjólahópurinn hring fyrir neðan Ruddann (hæðin fyrir ofan Kleppjárnsreyki) í gegnum land Runna, en gönguhópurinn gekk frá Brennistöðum yfir hálsinn að Kópareykjum og svo heim í skóla. Við þökkum landeigendum kærlega fyrir leyfin til að fara í gegn hjá þeim en þessir dagar eru mikilvægir svo nemendur kynnist nærumhverfi sínu. Svo er líka alltaf gott …