Þann 1.september var afhent ein álma nýja skólahúsnæðisins á Kleppjárnsreykjum. Í því kennslurými verður yngsta stig skólans staðsett þangað til öll byggingin fæst afhent. Unglingarnir aðstoðuðu nemendur við flutninginn og báru inn borð og önnur húsgögn. Mikil ánægja er með þetta nýja glæsilega húsnæði og undu nemendur sér vel við að koma sér fyrir með kennurum sínum.
Berjamó á Varmalandi
Nemendur á Varmalandi skelltu sér í berjamó í lok ágúst. Farið var í nálægar lautir þar sem týnd voru bæði krækiber og bláber. Veðrið lék við hópinn og allir tóku virkan þátt. Afurðin verður svo nýtt í kennslustundum í heimilisfræði í vetur þar sem nemendur nýta berin til að búa til ýmislegt girnilegt. Með þessu læra nemendur ekki aðeins að …
Skólasetning
Grunnskóli Borgarfjarðar var settur mánudaginn 25. ágúst við stutta athöfn á öllum starfsstöðvum skólans þar sem nemendur fyrsta bekkjar voru boðnir velkomnir með því að fá afhenda rós frá vinabekkjum sínum. Á Kleppjárnsreykjum fór athöfnin fram í íþróttahúsinu og fluttu Haukur og Sigvaldi nemendur úr 10.bekk tónlistaratriði. 6. bekkur afhenti fyrsta bekkjar nemendum rósir. Að því loknu fóru allir og …
Skólasetning mánudaginn 25. ágúst
Skólasetning við Grunnskóla Borgarfjarðar verður mánudaginn 25. ágúst kl. 9:30 á Hvanneyri í grunnskólahúsnæðinu, kl. 11:00 á Kleppjárnsreykjum í íþróttahúsinu, kl. 13:00 á Varmalandi í matsalnum. Foreldrar mæta með börnum sínum á skólasetningu og að henni lokinni fara nemendur og foreldrar með umsjónarkennurum inn í skólastofur nemenda.
Skemmtileg ferð 4.–6. bekkjar að Eldborg
Þann 28. maí síðastliðinn fóru nemendur í 4.–6. bekk í skemmtilega vettvangsferð að Eldborg. Ferðin er tenging við náttúrufræðikennslu og tilefni til að kynnast jarðfræði Íslands með lifandi og áhugaverðum hætti. Gengið var upp að Eldborgargígnum og fengu nemendur að skoða þetta áhrifamikla náttúrufyrirbæri. Eftir gönguna var haldið að Snorrastöðum þar sem nemendur fengu að hitta kiðlingana og skoða dýrin á bænum, …
Ísferð í Bauluna
Á föstudaginn 30. Maí var gleðidagur hjá börnunum á skólasvæði Varmalandsskóla þegar Fríða í Baulunni bauð nemendum á skólasvæðinu að koma við á heimleiðinni úr skóla og fá ís í Baulunni. Í fjöldamörg ár hefur það verið árviss viðburður í lok skólaársins í Varmalandsskóla að stoppa á heimleiðinni í Baulunni og allir fá ís. Svo skemmtilega vildi til að einn af fyrrverandi …
Göngu- og hjóladagur á Kleppjárnsreykjum
Nemendur Kleppjárnsreykjadeildar héldu göngu og hjóladag föstudaginn 30. maí. Í ár fór hjólahópurinn hring fyrir neðan Ruddann (hæðin fyrir ofan Kleppjárnsreyki) í gegnum land Runna, en gönguhópurinn gekk frá Brennistöðum yfir hálsinn að Kópareykjum og svo heim í skóla. Við þökkum landeigendum kærlega fyrir leyfin til að fara í gegn hjá þeim en þessir dagar eru mikilvægir svo nemendur kynnist nærumhverfi sínu. Svo er líka alltaf gott …
Leikskólalestur á Hvanneyri
Gleðin skín úr andlitum yngri nemenda þegar eldri nemendur heimsækja leikskólann á morgnana til að lesa fyrir þau við morgunmatinn. Þessi skemmtilega hefð tengir saman kynslóðir skólans og veitir eldri nemendum tækifæri til að heimsækja gamla leikskólann sinn. Lesturinn styrkir læsi og eflir félagsfærni allra þátttakenda.
Skólaslit Kleppjárnsreykjadeildar GBF
Skólaslit Kleppjárnsreykjadeildar fóru fram I Reykholtskirkju þann 3.júní s.l. Allir nemendur skólans fengu vitnisburð sinn afhentan. Helga Jensína skólastjóri þakkaði fyrir eftirminnilegan vetur ekki síst vegna þeirra framkvæmda sem í gangi eru. Þær Kristín Eir Hauksdóttir Holaker og Erla Ýr Péturdóttir fluttu tónlistaratriði og ávörpuðu samkomuna fyrir hönd útskriftarnema. Sú hefð hefur verið að veita viðurkenningu fyrir mestu framfarir í lestri í 5. bekk og í þetta sinn var það Þorbjörg Ásta Guðmundsdóttir. Þær Heiðbjört Ósk Ásmundsdóttir og Elísabet Halldórsdóttir láta nú af störfum eftir áratuga starf hjá skólanum og var þeim þakkað fyrir vel unnin störf. Að athöfninni lokinni var boðið uppá veitingar í skólanum.
Lokadagurinn á Kleppjárnsreykjum
Að venju var mikið um að vera síðasta skóladag vetrarins á Kleppjárnsryekjum. Nemendur mið- og unglingastigs kepptu í sundi, boðið var uppá spil, andlitsmálun og hoppukastala. 10. bekkingar grilluðu hamborgara ofan í allan mannskapinn og var þeim vel tekið. Eftir matinn fóru allir nemendur í ratleik í liðum sem skipuð voru nemendum af öllum stigum. Að lokum var hinn árvissi fótboltaleikur þar sem 10. bekkingar kepptu við kennara og starfsfólk. Mikil gleði ríkti í mannskapnum þó veðrið hefði vissulega mátt vera betra þennan dag.