Opið hús

Opið hús var hjá Grunnskóla Borgarfjarðar fimmtudaginn 2. maí. Tilefnið var Barnamenningarhátíð Borgarbyggðar og að með þessu vilja nemendur og starfsmenn kynna skólann sinn fyrir fólkinu í kringum sig, foreldrum og samfélaginu. Þónokkrir gestir létu sjá sig gengu um skólann og skoðuðu það sem fyrir augum bar. Nemendur úr Tónlistarskólanum spiluðu á píanó, gítar, ukuleh og sungu. Einnig má benda …

Lúðrasveit í heimsókn á Hvanneyri

            Föstudaginn 19. apríl fengu nemendur Hvanneyrardeildar og leikskólans Andabæjar skemmtilega heimsókn frá Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar. Hljómsveitin lék nokkur lög áður en lagt var af stað í skrúðgöngu um Hvanneyri. Kátt var á hjalla og þökkum við kærlega fyrir þessa frábæru heimsókn.  

Skólahreysti

Keppni í Skólahreysti þetta árið hófst miðvikudaginn 17. apríl í Laugardalshöll.  Krakkarnir í Grunnskóla Borgarfjarðar stóðu sig frábærlega og enduðu í öðru sæti og eiga enn möguleika á að komast í úrslit sem haldin verða í höllinni 25. maí n.k. Þar keppa sigurvegar allra 8 riðlanna og auk þess eru fjögur uppbótarsæti. Keppendur Gbf. voru. Upphífingar / Dýfur : Kristján Karl …

Grænfánaafhending á Varmalandi

Nemendur og starfsmenn Varmalandsdeildar buðu foreldrum, leikskóla og skólaþjónustu og sveitastjórn Borgarbyggðar til hátíðar föstudaginn 19. apríl. Tilefnið var að Landvernd afhenti umhverfisnefnd Varmalandsdeildar glænýjan Grænfána en það er í sjötta sinn sem honum er flaggað á Varmalandi. Nemendur og starfsmenn hafa unnið ötullega að því að efla umhverfismennt í skólanum. Hamingjuóskir með Grænfánann.

Upplestrarkeppni Vesturlands

Upplestrarkeppni Vesturlands var haldin þriðjudaginn 16. apríl í Búðardal en þar kepptu fyrir hönd Grunnskóla Borgarfjarðar Georg Guðnason og Helga Laufey Hermannsdóttir. Allir upplesarar stóðu sig mjög vel og tóku nemendur Grunnskóla Borgarfjarðar tvö af efstu sætunum en Helga Laufey hreppti annað sætið og Georg þriðja sætið. Frábær árangur hjá þeim.

Smiðjuhelgi

Dagana 12. og 13. apríl var smiðjuhelgi unglingastigs haldin á Varmalandi. Um smiðjuhelgi velja nemendur sér smiðjur eftir áhugasviði þeirra. Líkt og venja er þá komu Auðarskóli og Reykhólaskóli og tóku þátt í smiðjunum. Smiðjurnar voru fjölbreyttar en þar mátti sjá kvikmyndasmiðju, rafíþróttasmiðju, fótboltasmiðju, Landbúnaðar og búvísinda smiðju og björgunarsveitarsmiðju. Kennararnir voru allir ánægðir með nemendur sem kynntu síðan smiðjurnar …

Ávaxtatré

Nemendur af yngsta og miðstigi á Kleppjárnsreykjum fóru í vettvangsferð að skoða og fræðast hvernig blómin á ávaxtatrjám frjóvgast og verða að ávöxtum. Nemendur skoðuðu fræflana, frævurnar og frjókornin á blómum epla, peru og kirsuberjatrjánum í Smátúni.  Í leiðinni heilsuðu þau uppá ungana sem komu úr eggjum út á smíðastofunni fyrir páska. 

Upplestrarkeppni GBF

Fimmtudaginn 11. apríl tóku nemendur í 7. bekk Kleppjárnsreykja- og Varmalandsdeildar þátt í Upplestrarkeppni GBF sem haldin var í Reykholtskirkju. Það voru 14 nemendur sem tóku þátt og stóðu þau sig með stakri prýði. Það voru síðan þau Bjarni Guðmundsson og Magnea Kristleifsdóttir sem sáu um að meta bestu lesarana. Helga Laufey og Georg voru valin til þess að fara …

Skíðaferð í Bláfjöll

Nemendur í 7. – 10. bekk skelltu sér í Bláfjöll í vikunni þar sem þau renndu sér á skíðum og brettum allan liðlangan daginn. Á milli skelltu þau sér í nestispásu til þess að hafa auka orku í brekkunum. Krakkarnir stóðu sig mjög vel og var ekki annað að sjá en að nemendur, starfsmenn og foreldrar glöddust yfir því að …