Reglulega berast skólanum áskoranir um þátttöku í fjölbreyttum verkefnum og keppnum. Kennarar hvetja nemendur til þátttöku og aðstoða ef þeir óska eftir því. Nýverið lauk Ljóðasamkeppni Júlíönu, sem haldin var í tengslum við hátíð sögu og bóka í Stykkishólmi og Barnó – BEST MEST VEST.
Brynhildur Eyja Jóhannesdóttir, nemandi í 6. bekk hlaut fyrsta sæti fyrir ljóð sitt „Litla ljóðið“. Við óskum henni innilega til hamingju með frábæran árangur.

