Nemendur mynduðu vinakeðju og kveiktu á jólastjörnunni á Laugahnjúk 1. desember

1.–4. bekkur Grunnskóla Borgarfjarðar, Varmalandsdeild, hóf aðventuna á hátíðlegan hátt föstudaginn 1. desember þegar nemendur mynduðu fallega vinakeðju sem lið í því að kveikja á jólastjörnunni á Laugahnjúk. Foreldrar voru boðnir velkomnir og fjölmenntu með börnunum í gleðskapinn.

Nemendur, foreldrar og starfsfólk skólans löbbuðu saman upp að hnjúknum þar sem jólastjarnan beið tilbúin að lýsa upp skammdegið. Þegar allir höfðu komið sér fyrir voru sungin nokkur jólalög og kveikt var á stjörnunni.

Að athöfninni lokinni var haldið aftur inn í skólann þar sem boðið var upp á heitt kakó og piparkökur. Þar skapaðist hlý og notaleg stemning meðan nemendur, fjölskyldur og starfsfólk nutu samverunnar. Í framhaldinu var öllum boðið að taka þátt í jólaföndri þar sem börnin gátu búið til músastiga, perlað, litað jólamyndir eða skreytt piparkökur.

Viðburðurinn markaði formlegan upphafspunkt aðventunnar í Varmalandsdeild og fékk bæði börn og fullorðna í kærleiksríkan og jólalegan anda.