Þemadagar voru haldnir á Hvanneyri dagana 10. – 12. Nóvember og var yfirskriftin að þessu sinni Vinátta og samvinna til árangurs. Nemendur unnu fjölbreytt verkefni sem snéru að samvinnu, samstarfi og vináttu, s.s. Samvinnuleiki í íþróttum og allskonar listsköpun um gildi vináttu, jákvæðni og eigin styrkleika. Nemendur bjuggu einnig til myndskreytt ský sem innihélt jákvæða eiginleika samnemanda sem hver og einn var paraður við. Allt gekk þetta mjög vel og nemendur tóku virkan þátt með gleðina í fyrirrúmi.