Sú skemmtilega hefð hefur skapast í kringum Dag íslenskrar tungu að nemendur af öllum deildum fara í Brún og lesa fyrir eldri borgara. Þetta árið fóru þau Magnús Snorri og Reynir Marteinn frá Hvanneyri, Jónas Hrafn, Sigþór og Valdís Huld frá Kleppjárnsreykjum og Emma og Sofiia frá Varmalandi. Hlustendur voru mjög ánægðir með upplesturinn og fengu nemendurnir kökur í lokin áður en haldið var heim á leið.
