Menningarmót á Varmalandi

Í þemavikunni á Varmalandi fengu nemendur í Varmalandsdeild og skólahópur leikskólans Hraunborgar kynningu frá Kristínu Rannveigu Vilhjálmsdóttur um menningu og tilgang Menningarmóts. Markmiðið var að varpa ljósi á styrkleika, fjölbreytta menningu, tungumál og áhugasvið nemenda.

Nemendur unnu m.a. að Söguvegi, þar sem þeir sögðu frá því sem hefur skipt þá mestu á lífsleiðinni, og gerðu „sól“ sem sýndi það sem fær þá til að ljóma, t.d. fjölskyldu, vini og áhugamál. Lokaafurðin var fjársjóðskista með myndum og hlutum sem skipta þau mestu máli. Einnig var lögð áhersla á fjölbreytt tungumál barnanna.

Á opnu húsi fimmtudaginn 30. október kynntu nemendur verkefni sín og gestir fengu að skoða og ræða við þau um fjársjóðskisturnar. Þetta var góð þjálfun í framsögn og íslensku fyrir alla nemendur.

Menningarmótið heppnaðist afar vel og voru bæði nemendur og gestir mjög ánægðir. Að lokum fær Kristín Rannveig innilegar þakkir fyrir samstarfið.