Í síðustu viku komu systurnar Hanna Ágústa og Sigríður Ásta Olgeirsdætur ásamt flottum barnakór í heimsókn í skólann. Komu þær með Tónlistarævintýrið Sónatínu í tilefni af Barnó, barnamenningarhátíð Vesturlands. Nemendur skemmtu sér vel á sýningunni og höfðu mjög gaman af.