Kvenfélagsgjöf til Varmalandsdeildar

Föstudaginn 12. september síðastliðinn kom formaður Kvenfélags Stafholtstungna ásamt fleiri kvenfélagskonum færandi hendi til nemendanna á Varmaland. Þær færðu skólanum Roland hljómborð sem mun nýtast í söngstundum og fleiri verkefnum. Í tilefni af þessu kom Steinunn Þorvaldsdóttir og spilaði nokkur lög á nýja hljómborðið og nemendur á leikskólanum Hraunborg og Varmalandsdeild tóku vel undir. Skólinn þakkar kærlega fyrir þessa frábæru hagnýtu gjöf til nemenda.