Í fyrsta útikennslutíma vetrarins fóru nemendur á yngsta stigi á Kleppjárnsreykjum í sveppatínslu, hópurinn gekk út á Læknistún og hjálpaðist að við að finna og tína mismunandi tegundir sveppa sem fundust á svæðinu.
Í kjölfarið tókum við sveppina, skoðuðum þá, bárum saman mismunandi tegundir og skoðuðum svo í víðsjám. Sveppirnir sjálfir og hinir ýmsu íbúar þeirra vöktu mikla lukku hjá nemendum og voru skoðaðir vel og lengi.