Göngu- og hjóladagur á Kleppjárnsreykjum

Nemendur Kleppjárnsreykjadeildar héldu göngu og hjóladag föstudaginn 30. maí. Í ár fór hjólahópurinn hring fyrir neðan Ruddann (hæðin fyrir ofan Kleppjárnsreyki) í gegnum land Runna, en gönguhópurinn gekk frá Brennistöðum yfir hálsinn að Kópareykjum og svo heim í skóla. Við þökkum landeigendum kærlega fyrir leyfin til að fara í gegn hjá þeim en þessir dagar eru mikilvægir svo nemendur kynnist nærumhverfi sínu. Svo er líka alltaf gott að geta bent á tindinn og sagt „þarna fór ég“.