Danmerkurferð

Í ár hófst samstarf GBF við tvo skóla í gegnum Nordplus. Samstarfsverkefnið hefur yfirheitið Cultural heritage eða menningarleg arfleið og fjallar um að nemendur kynnist menningu annarra landa, bæði hvað varðar hversdags og áhrif landanna á menningu annarra. Samstarfsskólarnir eru í Odense í Danmörku og Sievi í Finnlandi en fyrsta heimsókn var í byrjun apríl, til Danmerkur. Í hana fóru tíu nemendur úr 9. og 10. Bekk ásamt kennurunum Unnari Þorsteini og Þóru Geirlaugu Bjartmarsbörnum. Nemendur dvöldu á heimilum hjá jafnöldrum sínum og tóku svo þátt í dagskrá á skólatíma. Dagskráin litaðist mikið af því að Odense er heimabær HC Andersen og fræddust nemendur mikið um hann, einnig var farið í dagsferð til Kaupmannahafnar. Nemendurnir stóðu sig mjög vel í ferðinni og voru bæði fjölskyldum og þjóð til sóma. Þau höfðu sérstaklega orð á því hvað móttökurnar hefðu verið góðar, vel um þau hugsað og allt til fyrirmyndar. Það er góður undirbúningur fyrir næsta skólavetur þegar við í GBF verðum í hlutverki gestgjafa.