Í mörg ár hafa verið vina hittingar á milli leik- og grunnskóla á Hvanneyri. Nemendur 1.bekkjar ásamt nemendum í 4. og 5. bekk ganga yfir á leikskólann Andabæ og hitta þar þrjá yngstu árgangana. Nemendur gerðu saman vinabönd, léku sér saman í íþróttasalnum og inni á deildum svo var endað á því að allir sungu saman og borðuðu ávexti áður en farið var í útiveru.
Nemendur 2. og 3. bekkjar voru í skólanum og tóku á móti tveimur elstu árgöngunum úr leikskólanum. Búið var að stilla upp stöðvum þar sem allir gátu perlað, farið í plús plús kubba. Byggt úr kapplakubbum, lesið saman, litað eða spilað saman. Samvinnan var skemmtileg á milli hópa og skemmtu allir sér konunglega. Áður en leikskólabörnin gengu til baka í leikskólann fengu þau öll fallega kveðju og mynd frá nemendum sem þau gátu tekið með sér.