4.bekkur á Varmalandi í heimsókn á Kleppjárnsreykjum

Miðvikudaginn 12. febrúar fóru nemendur í 4. bekk á Varmalandi í heimsókn yfir á Kleppjárnsreyki þar sem þau hittu jafnaldra sína. Farið var í morgungöngu, stöðvar, íþróttir og nemendur nutu þess að vera saman í frímínútum og matmálstímum.