Á föstudaginn var þá komu Ólafur Flosa og Árni Freyr frá tónlistarskólanum og stýrðu söngstund á Varmalandi. Nemendur í grunnskólanum og leikskólanum tóku þátt og var mikil ánægja með þekkingu nemenda á þeim lögum sem valin voru til söngs. Það verður söngstund á vegum tónlistarskólans alltaf á síðasta föstudegi í mánuði fram að Barnamenningarhátíð, sem haldin verður hátíðleg í maí. Frábært framtak hjá tónstlistarskólanum.