Brynhildur Eyja Jóhannesdóttir, nemandi í 5. bekk á Hvanneyri, hlaut fyrstu verðlaun í aldursflokknum Miðstig í Ljóðaflóði, ljóðasamkeppni grunnskólanema. Veðlaunin hlaut hún fyrir ljóð sitt, Tilfinningaklessa. Í dag veitti hún viðurkenningarskjali og bókaverðlaunum móttöku við mikið lófaklapp. Við óskum Brynhildi Eyju innilega til hamingju.
Meðfylgjandi er linkur á mms.is þar sem úrslit eru kynnt https://island.is/s/midstod-menntunar-og-skolathjonustu/frett/urslit-ljodaflods