Bleikur dagur

Nemendur og starfsfólk tóku þátt í bleika deginum. Hægt var að sjá bleikan lit í fjölbreyttum útgáfum um skólann í fatnaði, aukahlutum eða hárlit nemenda og starfsmanna.

Á Hvanneyri hefur skapast hefð fyrir því að nemendur búi til bleikarslaufur og skrifi falleg skilaboð á slaufuna til einhverrar konu sem þeim þykir vænt um. Sumir vilja senda mömmu, aðrir ömmu eða bara einhverjum sem stendur þeim nærri.

Á Bleika deginum eru landsmenn hvattir til að vera bleik – fyrir okkur öll bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning og samstöðu.