Unnið var þvert á aldur með viðfangsefnið um dýr og náttúru í Úkraínu og á Íslandi. Nemendur útbjuggu myndir af svipuðum dýrum frá sitthvoru landinu, einnig var útbúinn fuglamatur úr könglum sem voru hengdar upp inn í skógi. Nemendur skoðuðu dýr sem eru sameiginleg milli landa og hvaða sérkenni hafa þau. Einnig fóru nemendur í dýratengda leiki ásamt því að vera í spilum.