Bátagerð

1-4.bekkur á Kleppjárnsreykjum fékk það skemmtilega verkefni 26. september í útikennslu að vinna tvö og tvö saman að því að föndra sér báta. Bátarnir voru búnir til úr alls konar efnivið sem fannst að mestu inn í eldhúsi s.s. eggjabökkum, dollum, morgunkornspökkum og pappírshólkum.  Bátarnir áttu að uppfylla nokkur skilyrði en þau voru að þeir áttu að fá nafn, geta siglt tvo metra, ekki fyllast af vatni, vera frumlegir, fallegir og með skipstjóra.
Þann 3. október, var svo komið að því að gera siglingapróf á bátunum og var rölt með þá út á Læknistún að sigla á læknum. Flestir bátanna stóðust allar kröfur og þeir sem klikkuðu á einhverju gáfu tilefni til spjalls um hvað gæti hafa farið úrskeiðis. Einnig kviknuðu umræður um hvernig þessi mismunandi efniviður fór þegar hann blotnaði.

Virkilega skemmtilegt verkefni sem krakkarnir nutu þess að leysa.