Oddsstaðarétt

Á miðvikudaginn fóru nemendur 3. – 5. bekkjar á Hvanneyri í Oddsstaðarétt og höfðu mjög gaman af. Veðurguðirnir voru hliðhollir í réttunum í dag, en það er yfirleitt alltaf gott veður í Oddsstaðarétt. Gleði, kurteisi og mikið hugrekki einkenndi hópinn og allflestir prófuðu að draga kind í dilk. Þær létu nú ekki alltaf vel af stjórn en þetta eru sterkir krakkar og létu nú ekki kindurnar snúa á sig. Þegar heim var komið beið dýrindis kjötsúpa svo þetta var alvöru réttardagur eins og þeir gerast bestir.