Miðstigsleikar voru haldnir í Borgarnesi miðvikudaginn 4. september. Þar komu saman nemendur af miðstigi frá samstarfsskólunum á Vesturlandi og kepptu í knattspyrnu, 60 m. hlaupi, langstökki og kúluvarpi. Veðrið var fjölbreytt en krakkarnir voru kátir að hittast og etja saman kappi.