Nemendur í 7. – 10. bekk skelltu sér í Bláfjöll í vikunni þar sem þau renndu sér á skíðum og brettum allan liðlangan daginn. Á milli skelltu þau sér í nestispásu til þess að hafa auka orku í brekkunum. Krakkarnir stóðu sig mjög vel og var ekki annað að sjá en að nemendur, starfsmenn og foreldrar glöddust yfir því að vera loksins komin í brekkuna.