Hreinsunarátak í dreifbýli

maí 21, 2021
Featured image for “Hreinsunarátak í dreifbýli”

Gámar fyrir grófan úrgang, málma og timbur verða aðgengilegir á eftirfarandi stöðum sem hér segir:

 • 31.maí – 7. júní
  Bæjarsveit
  Brautartunga
  Bjarnastaðir – á eyrinni
  Lundar
 • 9. – 16. júní
  Lyngbrekka
  Lindartunga
  Eyrin við Bjarnadalsá
  Högnastaðir
  Síðumúli 

Heimilt er að skila hjólbörðum í málmgámana.
Þegar gámar eru við það að fyllast, hafið samband við Gunnar hjá Íslenska Gámafélaginu  í síma 840-5847. 

ATH að gámar eru ekki fyrir úr sér gengin ökutæki. Tekið er á móti slíkum úrgangi á gámastöðinni í Borgarnesi sem er opin sunnudaga til föstudags milli klukkan 14 og 18 og á laugardögum milli klukkan 10 og 14. Lokað er á lögbundnum frídögum.  

 


Share: