Dósamóttakan opnar á ný

maí 25, 2021
Featured image for “Dósamóttakan opnar á ný”

Dósamóttaka Öldunnar opnar þann 26. maí nk. með takmörkunum.

Staðsetning: Sólbakki 13-15 – Slökkviliðsstöðin í Borgarnesi.
Opnunartími: Mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 09:00-12:00 & 13:00 – 15:00.
Flokkun og talning:
   Áldósir í sérpoka – talið
   Plastflöskur í sérpoka – talið
   Glerflöskur í sérpoka – talið

Dósamóttakan verður í móttökugámi á plani slökkviliðsstöðvarinnar, um er að ræða tímabundna lausn meðan unnið er að því að finna framtíðarhúsnæði fyrir starfsemina.

Mikilvægar upplýsingar:
Ekki er hægt að setja upp talningarvélar og því verður einungis tekið á móti sendingum sem búið er að flokka og telja. Vegna aðstöðuleysis verður ekki hægt að geyma sendingar.

Vakin er athygli á því að starfsmenn Öldunnar telja ekki sendingar á staðnum og taka ekki við óflokkuðum og ótöldum sendingum.

Skilagjald verður greitt með millifærslum. 


Share: