Gróðurúrgangur á víðavangi

júní 24, 2021
Featured image for “Gróðurúrgangur á víðavangi”

Nokkuð hefur borið á tilkynningum frá íbúum um að gróðurúrgangi sé hent út fyrir lóðamörk. Upp af slíkum úrgangi vex illgresi með tímanum, auk þess sem sjónmengun og lyktarmengun hlýst af slíkri meðhöndlun.

Í lögum um meðhöndun úrgangs nr. 55/2003, 9. gr. kemur fram að “óheimilt er að losa úrgang annars staðar en á móttökustöð eða í sorpílát, þ.m.t. grenndargáma” og í samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Borgarbyggð kemur fram í 7. gr. að úrgangi skuli skilað á móttökustað við Sólbakka í Borgarnesi.

Íbúar eru því vinsamlegast beðnir að henda ekki gróðurúrgangi á víðavangi og vakin er athygli á að Gámastöðin við Sólbakka er opin alla daga, föstudaga til sunnudags milli kl. 14:00 og 18:00 og á laugardögum milli kl. 10:00 og 14:00 .


Share: