K100 í Borgarbyggð

júní 24, 2021
Featured image for “K100 í Borgarbyggð”

Útvarpsstöðin K100 verður í beinni útsendingu frá Borgarbyggð á morgun, 25. júní. Morgunþáttur stöðvarinnar, Ísland vaknar neð þeim Jóni Axel og Kristínu Sif hefst stundvíslega kl. 06:00 og síðdegisþátturinn með Loga Bergmann og Sigga Gunnars hefst kl. 16:00. Fjöldi skemmtilegra gesta frá Borgarbyggð munu koma fram í þáttunum.

Þess má til gamans geta að í tilefni af þessu verkefni birtist viðtal við Þórdísi Sif Sigurðardóttur sveitarstjóra í Morgunblaðinu í dag. Lesa má fréttina hér.

Íbúar eru hvattir til þess að stilla á K100. Auk þess er hægt að horfa á útsendinguna inn á Sjónvarp Símans og inn á K100.is.


Share: