Galtarholt 2 – Auglýsing um niðurstöðu sveitarfélagins

mars 2, 2023

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkti þann 2. mars 2023 eftirfarandi tillögu samkvæmt 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:

Deiliskipulagsbreyting frístundabyggðar Galtarholts 2

Deiliskipulagið tekur til 32 ha svæðis innan frístundasvæðis Galtarholts 2 sem nær yfir 276,5 ha í heild sinni. Breytingin tekur til fjölgunar frístundahúsa og aðstaða bætt innan svæðis með gerð 9 holu golfvallar með tilheyrandi þjónustu, uppbyggingu golfbílavegakerfis, fyrirhugað þjónustuhús o.fl. Er leiksvæðum fækkað um tvö. Aðkoma að lóðum er um Laxholtsveg (5307) og Stóra-Fjallsveg (5350) frá Þjóðveginum. Tillagan samræmist Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022.

Tillagan var auglýst frá 15. september til 28. október 2022 og barst athugasemd frá einum hagsmunaaðila sem brugðist hefur verið við.

Deiliskipulagstillagan hefur verið send Skipulagsstofnun og mun taka gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillögunar og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til skipulags- og byggingardeildar Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, Borgarnesi.

Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Borgarbyggðar á www.borgarbyggd.is

Vakin er athygli á málskotsrétti samkvæmt 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nr. 130/2011 en þar kemur fram að stjórnvaldsákvarðanir má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Þeir einir geta kært stjórnvaldsákvarðanir sem eiga lögvarða hagsmuni tengda þeirri ákvörðun sem kæra á. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu skipulagsáætlana í B-deild Stjórnartíðinda.

Deiliskipulagsbreyting blað 1

Deiliskipulagsbreyting blað 2

Deiliskipulagsbreyting blað 3


Share: