Vinarbæjarmót í Borgarbyggð

júní 14, 2007
Helgina 22.-24. júní fer fram vinabæjamót í Borgarbyggð. Við það tækifæri koma hingað gestir frá vinabæjum okkar Ullensaker í Noregi, Dragsholm í Danmörku, Falkenberg Svíþjóð og Leirvík Færeyjum. Norrænafélagið í Borgarbyggð og menningarfulltrúi Borgarbyggðar hafa skipulagt metnaðarfulla dagskrá fyrir þátttakendur.
 
Alls koma hingað um 120 gestir. Á vinabæjarmótum sem þessum er venjan að gestir fái gistingu hjá heimamönnum og svo verður einnig háttur á núna. Þannig hagar til að enn vantar gestgjafa fyrir nokkurn nokkra einstaklinga/hjón. Þeir sem áhuga og getu til að taka þátt í mótinu með því að hýsa frændur okkar frá Norðurlöndunum í 2 eða 3 nætur eru hvattir til að hafa samband við Guðrúnu Jónsdóttur, menningarfulltrúa í síma 433-7100 (netfang: gudrunj@borgarbyggd.is) eða Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur hjá Norrænafélaginu í síma 865-5556 (netfangið: sigga@vestskogar.is)
Myndin er tekin af heimasíðu Sivjar Friðleifsdóttur.
 

Share: