17. júní hátíðahöld í Borgarbyggð

júní 13, 2007
Þjóðhátíðardegi Íslendinga verður fagnað um allt land á sunnudaginn kemur. Borgarbyggð er þar engin undantekning. Dagskrá á vegum sveitarfélagsins fer fram í Skallagrímsgarði í Borgarnesi (verður fært inn í íþróttamiðstöðina ef veður verður óhagstætt). Þá verður dagskrá á Hvanneyri á vegum Ungmennafélagsins Íslendings, í Lindartungu á vegum Ungmennafélagsins Eldborgar og Kvenfélagsins Bjarkar, í Brautartungu sér Ungmennafélagið Dagrenning um dagskrá og í Logalandi hefur Ungmennafélag Reykdæla skipulagt hátíðardagskrá.
 
 
Ljósmyndina tók Ragnheiður Stefánsdóttir.

Share: