Púttvöllur á Kveldúlfsvelli við hlið Ráðhúss.

júní 18, 2007
Í vinalegu umhverfi á Kveldúlfsvelli er nú búið að slá þrjár golfbrautir til að pútta á til gamans. Við vonum að fólk komi þarna með pútterana sína og njóti þess að vera saman á þessum skemmtilega og skjólgóða stað. Búið er að koma fyrir borðum og bekkjum þannig að það er upplagt að taka kaffibrúsann og nesti með.
 
 
Á myndinni er Ari Björnsson tómstundanefndarmaður að vígja brautirnar ásamt starfsfólki Ráðhússins en hann fékk þessa ágætu hugmynd sem nú er verið að prófa hvort fólk vilji nýta sér. Það eru golfvallarmenn sem sjá um sláttinn á brautunum.
 
Félag eldriborgara er sérstaklega boðið velkomið á svæðið.
 
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.
 

Share: