Borgarbyggð óskar eftir að ráða framsækinn einstakling í starf sveitarstjóra. Í sveitarfélaginu eru mikil tækifæri til vaxtar og leitað er að aðila sem hefur brennandi áhuga á að taka þátt í að móta framtíðarsýn þess og stuðla að uppbyggingu samfélagsins.
Helstu verkefni
- Daglegur rekstur sveitarfélagsins og ábyrgð á framkvæmd ákvarðana sveitarstjórnar
- Yfirumsjón með skipulagi og virkni stjórnsýslu
- Náið samstarf við sveitarstjórn, undirbúningur og upplýsingagjöf á fundum sveitarstjórnar og byggðarráðs
- Hagsmunagæsla og samskipti við íbúa, stofnanir, samtök og fyrirtæki
Menntunar- og hæfniskröfur
- Farsæl reynsla af stjórnun, mannauðsmálum, stefnumótun og rekstri
- Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, einkum sveitarfélags er æskileg
- Leiðtogahæfni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Skilningur á rafrænni stjórnsýslu og markaðshugsun
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skipulagshæfni
- Hæfni í framsetningu á efni í ræðu og riti
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Aðrar upplýsingar
Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf.
Umsóknarfrestur er til og með 28. desember 2019.