Veist þú um barn í vanda?

apríl 7, 2020
Featured image for “Veist þú um barn í vanda?”

Á álagstímum hjá fjölskyldum aukast líkur á að börn verði fyrir ofbeldi og/eða vanrækslu. Nú þegar færri börn sækja leikskóla og skólastarf er með breyttu sniði vegna Covid-19 faraldursins geta viðbrögð nágranna og aðstandenda skipt sköpum fyrir barnið.

  • Veist þú um barn sem býr við óviðunandi uppeldisaðstæður?
  • Veist þú um barn sem verður fyrir áreitni?
  • Veist þú um barn sem verður fyrir ofbeldi?
  • Veist þú um barn sem stofnar heilsu sinni eða þroska í hættu?
  • Veist þú um barn og/eða fjölskyldu sem þarf aðstoð?

Samkvæmt lögum ber einstaklingum skylda að tilkynna til barnaverndarnefndar aðstæður barna þar sem grunur leikur á ofbeldi og/eða vanrækslu. Barn á alltaf að njóta vafans, ef þú ert ekki viss þá er best að hringja og ráðfæra sig við starfsfólk barnaverndar.

Á heimasíðu sveitarfélagsins er stór rauður áberandi borði sem ber heitið Tilkynningar til barnaverndar. Þar er hægt að nálgast upplýsingar um hvernig skal tilkynna atvik.

Starfsmenn barnaverndar eru alltaf á vaktinni.


Share: