Úrslit sveitarstjórnarkosninganna í Borgarbyggð.

maí 27, 2002
Nú liggja fyrir úrslit sveitarstjórnarkosninganna í Borgarbyggð sem fram fóru laugardaginn 25. maí s.l.
 
Á kjörskrá voru 1.775 og kusu 1.393 sem er 78,47% kjörsókn.
 
Atkvæði féllu þannig:
B-listi Framsóknarflokks fékk 522 atkvæði og 3 menn kjörna.
D-listi Sjálfstæðisflokks fékk 546 atkvæði og 4 menn kjörna.
L-listi Borgarbyggðarlista fékk 261 atkvæði og 2 menn kjörna.
 
Auðir og ógildir seðlar voru 64.
 
Þar sem jafnmörg atkvæði voru á bak við 2 mann L-lista og 4 mann B-lista var varpað hlutkesti á milli þeirra og vann L-listinn hlutkestið.
 
Umboðsmenn B-lista lýstu því yfir við talningu atkvæða að þeir munu kæra kosninguna til sýslumanns.
 
Samkvæmt ofangreindu munu eftirtaldir skipa bæjarstjórn Borgarbyggðar næstu fjögur ár:
Helga Halldórsdóttir af D-lista
Þorvaldur T. Jónsson ” B-lista
Björn Bjarki Þorsteinsson ” D-lista
Finnbogi Rögnvaldsson ” L-lista
Jenný Lind Egilsdóttir ” B-lista
Ásbjörn Sigurgeirsson ” D-lista
Finnbogi Leifsson ” B-lista
Magnús Guðjónsson ” D-lista
Ásþór Ragnarsson” L-lista
 

Share: