Veggspjald til kynningar á Staðardagskrá 21

maí 31, 2002
Staðardagskrá 21 er hugtak sem margir þekkja. Þó ekki allir, enda vefst heiti verkefnisins fyrir einhverjum. Til þess að auðvelda íbúum Borgarbyggðar að átta sig á verkefninu og mikilvægi sjálfbærrar þróunar hefur stýrihópur um Staðardagskrá 21 látið útbúa veggspjald. Veggspjaldinu er ætlað að skýra frá því hvað Staðardagskrá 21 er, hvað sjálfbær þróun þýðir og síðast en ekki síst að vekja fólk til umhugsunar um umhverfi sitt.
 
Á myndinni, sem Guðrún Vala Elísdóttir tók, sést hvar Guðbrandur Brynjúlfsson, formaður stýrihóps Staðardagskrár 21, afhendir Guðrúnu Jónsdóttur, forseta bæjarstjórnar veggspjaldið. Heiður Hörn Hjartardóttir sá um hönnun og umbrot þess. Þeir sem hafa ekki þegar fengið veggspjaldið geta haft samband við verkefnisstjórann, Hólmfríði Sveinsdóttur. Sími 4371124 og netfang holmfridur@borgarbyggd.is.

Share: