Nú hefur Íslenska gámafélagið tekið í notkun tvískipta bifreið við sorphirðu í Borgarbyggð sem verður notuð við hirðingu brúnu og grænu tunnunnar héðan í frá. Bifreiðin er með tveimur aðskildum hólfum sem tryggir að úrgangurinn blandast aldrei.
Sorphirðudagatal ársins 2021 tekur mið af þessum breytingum, og því verða brúnar og grænar tunnur tæmdar samhliða í flestum tilvikum.
Mynd með frétt sýnir starfsmann Ísenska gámafélagsins í fyrstu ferð tvískiptu bifreiðarinnar í Borgarnesi nú í morgun.