Breyting á söfnun á rúlluplasti

Breyting verður á söfnun á plastinu frá því sem var áður. Frá og með næst söfnun verður ekki lengur tekið við plastinu í stórsekkjum og ekki í lausu. Plastið þarf að vera baggað, bundið utan um það. Nú þarf svart plast að vera sér og einnig baggað, þ.e. ekki blandað við aðra liti. Ekki má binda plastið með netinu af …

Minni urðun í ár en gert var ráð fyrir

Við viljum þakka fyrir þann árangur sem heimilin í Borgarbyggð hafa náð í sorpmálum. Íbúar eru að flokka í mun meira mæli en áður sem hefur leitt til minnkun á sorpi til urðunar. 

Söfnun brotajárns í dreifbýli

Undanfarnar vikur hefur staðið yfir sérstakt hreinsunarátak í söfnun brotajárns og fleiri úrgangsflokka í dreifbýli í samstarfi við Hringrás.

Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar 2021

Á fundi Umhverfis-og landbúnaðarnefndar þann 17. september s.l voru veittar viðurkenningar fyrir umhverfismál í sveitarfélaginu. Að þessu sinni var boðið upp á þá nýjung að mögulegt var að senda inn tilnefningar í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins. Það var ánægjulegt að sjá hversu margir voru tilbúnir að benda á það jákvæða sem gert er í umhverfismálum í Borgarbyggð.

Umhverfisátak í Borgarbyggð haustið 2021

Endurvinnslufyrirtækið Hringrás veitir Borgarbyggð aðstoð í hreinsunarátaki í dreifbýli haustið 2021. Fyrirtækið ætlar að útvega gáma undir brotajárn, íbúum að kostnaðarlausu.

Vel heppnaður Einkunnadagur 2021

Fólkvangurinn í Einkunnum nýtur mikilla vinsælda meðal íbúa og gesta í Borgarbyggð og vinsældir hans eru alltaf að aukast.

Einkunnadagurinn 2021

Fólkvangurinn Einkunnir er útivistarparadís sem íbúar Borgarbyggðar, sem og gestir í héraði, nýta sér í vaxandi mæli. Einkunnir fá víðast hvar góða einkunn en lengi má gott bæta.
Fólkvangurinn í Einkunnum hefur ekki úr miklum fjármunum að spila til framkvæmda og viðhalds en hinsvegar hafa margir lýst yfir vilja til að leggja fram hjálparhönd til að fegra enn frekar þennan fagra reit og bæta aðstöðuna. Upp úr því spratt sú hugmynd að efna til Einkunnadags þar sem vinnufúsar hendur kæmu saman og gerðu það sem gera þarf, eða allavega brot af því!

Umhverfisviðurkenningar 2021

Árlega veitir Borgarbyggð viðurkenningar í umhverfismálum. Veittar eru viðurkenningar fyrir lóð við íbúðarhús, lóð við atvinnuhúsnæði, bændabýli auk samfélagsviðurkenningar til einstaklings, hópa eða fyrirtækis sem vakið hefur athygli fyrir störf að umhverfismálum. Óskað er eftir tilnefningum frá íbúum og skila þarf tilnefningum í síðasta lagi 23. ágúst 2021.
Hægt er að senda tilnefningar rafrænt eða með tölvupósti á borgarbyggd@borgarbyggd.is