
Getum bætt við nokkrum nemendum í haust
Áhugasömum er bent á að sækja um. Einnig velkomið að líta við, skoða og prófa hljóðfæri og fá upplýsingar um námið. Hafið samband við skólastjóra og fáið upplýsingar í síma 433 7190 eða sendið póst á netfangið tonlistarskoli@borgarbyggd.is
Tónlistarskóli Borgarfjarðar var stofnaður 7. september 1967. Frá upphafi hefur skólinn skipað stóran sess í fræðslu- og menningarlífi í héraðinu. Skólinn hefur vaxið og dafnað í þau rúmlega fimmtíu ár sem hann hefur starfað. Skólinn er við Borgarbraut 23 í Borgarnesi þar sem öll kennslan í Borgarnesi fer fram. Einnig er kennt í húsnæði Grunnskóla Borgarfjarðar; á Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum og Varmalandi. Í vetur starfa 12 kennarar við skólann. Starf skólans er fjölbreytt, auk hefðbundinnar kennslu eru samspilstímar og sönghópastarf í skólanum. Tónfundir og tónleikar eru haldnir reglulega og nemendur koma fram við ýmis tækifæri í héraðinu og víðar. Allir tónleikar og tónfundir á vegum skólans eru öllum opnir. Upplýsingar um Tónlistarskóla Borgarfjarðar má einnig finna 
á hér á vef Borgarbyggðar.
Tónlistarkennslan fer fram á eftirtöldum stöðum 
og verður boðið upp á eftirfarandi nám næsta vetur: 
Tónlistarskólanum, Borgarbraut 23 Borgarnesi: 
Forskóli (fyrir 3-5 ára börn): Undirbúningsnám fyrir almennt tónlistarnám. 
Kennt er í hóptímum einu sinni í viku. 
Blokkflauta (6 ára og eldri): Kennt er í einkatímum eða hóptímum. 
Nemendur þurfa sjálfir að útvega sér hljóðfæri. 
Gítar, bassagítar og ukulele (6 ára og eldri): Kennt er í einkatímum. 
Nemendur þurfa sjálfir að útvega sér hljóðfæri. 
Blásturshljóðfæri (9 ára og eldri): Kennt er á eftirtalin hljóðfæri: 
þverflautu, klarinett, cornett, trompet og saxófón. Eitthvað er til af 
hljóðfærum sem nemendur geta leigt. 
Píanó (6 ára og eldri): Kennt er í einkatímum. Nemendur þurfa að hafa 
aðgang að píanói eða hljómborði heima. 
Harmoníka (9 ára og eldri): Kennt í einkatímum. 
Söngur börn (9-14 ára): Kennt í einkatímum og hóptímum. 
Söngur – Almenn deild (15 ára og eldri): Kennt er í einkatímum og / eða 
hóptímum. Kennum bæði rytmískan og klassískan söng. 
Söngleikjadeild: Söngleikjadeildin byggist þannig upp að nemendur vinna í 
hóptímum með sönglög úr söngleikjum. Fá þjálfun í söng og leiklist. Settir 
upp söngleikir í desember og með vorinu. 
Samsöngstímar: Hugsaðir fyrir fullorðna, m.a. hentugir fyrir kórfólk.
Allir nýir söngnemendur byrja á inntökuprófi
Hvanneyri: 
Píanó (6 ára og eldri): Kennt er í einkatímum. Nemendur þurfa að hafa 
aðgang að píanói eða hljómborði heima. 
Gítar, bassagítar og ukulele (6 ára og eldri): Kennt er í einkatímum. 
Nemendur þurfa að útvega sér sjálfir hljóðfæri.
Kleppjárnsreykjum: 
Píanó (6 ára og eldri): Kennt er í einkatímum. Nemendur þurfa að hafa 
aðgang að píanói eða hljómborði heima. 
Gítar, bassagítar og ukulele (6 ára og eldri): Kennt er í einkatímum. 
Nemendur þurfa að útvega sér sjálfir hljóðfæri. 
Blásturshljóðfæri, kennt er á blokkflautu (6 ára og eldri), klarinett, 
þverflautu, cornett og saxófón (9 ára og eldri). Kennt í einkatímum og 
hóptímum. Nemendur þurfa að útvega sér sjálfir blokkflautu, en eitthvað er 
til af öðrum blásturshljóðfærum sem nemendur geta leigt. 
Varmalandi : 
Píanó (6 ára og eldri): Kennt er í einkatímum. Nemendur þurfa að hafa 
aðgang að píanói eða hljómborði heima. 
Gítar (6 ára og eldri): Kennt er í einkatímum. Nemendur þurfa að útvega sér 
sjálfir hljóðfæri. 
Blásturshljóðfæri, kennt er á blokkflautu (6 ára og eldri), klarinett, 
þverflautu, cornett og saxófón (9 ára og eldri). Kennt í einkatímum og/eða 
hóptímum. Nemendur þurfa að útvega sér sjálfir blokkflautu, en eitthvað er 
til af öðrum blásturshljóðfærum sem nemendur geta leigt. 
# ATH. Aldursmörk eru 
aðeins gefin til viðmiðunar
Skólagjöld á haustönn 2020 eru:
BÖRN/UNGLINGAR 19 ára og yngri FULLORÐNIR: 20 ára og eldri
Námshlutfall Börn/unglingar Námshlutfall Fullorðnir
Fullt nám: kr. 40.025 Fullt nám: kr. 138.550
Hálft nám: kr. 24.170 Hálft nám: kr. 83.128
Hóptímar: kr. 16.935 Hóptímar: kr. 58.497
Fullt+hálft: kr. 56.345 Fullt+hálft: kr. 193.970
25% afsláttur hjá öðru barni og 50% afsláttur hjá þriðja barni í fjölskyldu 
Nemendur á aldrinum 6 – 18 ára geta nýtt frístundastyrkinn og 
nú hefur hann hækkað frá síðasta ári (verður 40.000 kr. á ári) 
Kennarar veturinn 2021-2022:
Birna Þorsteinsdóttir – forskóli, píanó, söngur, – deildarstjóri 
Daði Georgsson – píanó, tækni 
Dóra Erna Ásbjörnsdóttir – píanó, harmoníka 
Gunnar Ringsted – gítar, bassagítar 
Hafsteinn Óðinn Þórisson – gítar, bassagítar, ukulele 
Halldór Hólm Kristjánsson – gítar, bassagítar, ukulele 
Jakob Grétar Sigurðsson – píanó, trommur 
Ólafur Flosason – blástur, píanó, gítar, tónfræði, – deildarstjóri 
Sigríður Ásta Olgeirsdóttir – píanó, söngur, söngleikjadeild 
Sigurþór Kristjánsson – trommur 
Theodóra Þorsteinsdóttir – söngur, söngleikjadeild, – skólastjóri 
Þóra Sif Svansdóttir – söngur 
Allar frekari upplýsingar veittar í síma 433 7190 og 864 2539