Kaup á nýju húsnæði
tónlistarskólans innsigluð.
|
skrifstofur Skessuhorns um tíma.
Við athöfn í verðandi tónlistarskólahúsi á föstudag lýsti Theodóra Þorsteinsdóttir skólastjóri Tónlistarskólans yfir ánægju starfsfólks skólans með að hann væri loks að komast í viðunandi húsnæði. Sagði hún húsið henta
vel undir starfsemina og að tiltölulega litlar breytingar þyrfti að gera á því en stefnt er að því að það verði tekið í notkun eftir áramót.
Páll S Brynjarsson bæjarstjóri Borgarbyggðar sagði einnig við sama tækifæri að fram til þessa hefði tónlistarskólinn verið á hálfgerðum hrakhólum en væri nú kominn í öndvegi með umræddum húsakaupum.