Það sem hafa þarf í huga yfir hátíðarnar vegna Covid-19

desember 1, 2020
Featured image for “Það sem hafa þarf í huga yfir hátíðarnar vegna Covid-19”

Senn líður að jólum og ljóst er að hátíðarhöld í ár verða með óhefðbundnum hætti líkt og annað á þessu ári. Þessi tími verður fyrir mörg okkar frábrugðinn því sem við erum vön, þó eru til leiðir til þess að minnka áhættu og samt gleðjast saman. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir hafa gefið út leiðbeiningar vegna aðventu, jóla og áramóta 2020 sem innihalda ráðleggingar um hvernig gott sé að haga málum yfir hátíðarnar. Það er meðal annars mælst til þess að;

  • Njóta rafrænna samverustunda
  • Eiga góðar stundir með heimilisfólkinu
  • Velja jólavini (hverja við ætlum að hitta yfir hátíðarnar)
  • Huga að heilsunni og stunda útivist í fámennum hópi
  • Versla á netinu ef hægt er
  • Vera tilbúin með innkaupalista þegar farið er að versla
  • Kaupa máltíðir á veitingastöðum og taka með heim.

Það er mikilvægt að þeir sem finna fyrir einkennum Covid-19 haldi sig heima, fari í próf og séu í einangrun þar til niðurstaða liggur fyrir.

Hér má einnig finna leiðbeiningar um heimboð og veitingar, gistingu og ferðalög til og á Íslandi.

Líkt á öðrum tímum þurfa landsmenn að huga að persónulegum sóttvörnum. Mikilvægt er að þvo hendur reglulega, virða nálægðarmörkin, lofta reglulega út, nota andlitsgrímur þegar við á og þrífa reglulega snertifleti.


Share: